Arna Rún Ómarsdóttir

Söngkennari

Arna Rún útskrifaðist sem viðurkenndur Complete Vocal Technique (CVT) kennari við Complete Vocal Institute (CVI) vorið 2015. Hún byrjaði að starfa sem söngkennari og raddþjálfari árið 2012 og hefur síðan þá rekið tvo söngskóla og kennt í ýmsum skólum og stofnunum, þar á meðal Kvikmyndaskóla Íslands. Fyrstu kynni hennar af söngnámi voru við Nýja söngskólann Hjartansmál (nú Söngskóli Sigurðar Demetz) þar sem hún lauk 3. stigi í klassískum einsöng. Meðfram mastersnáminu hóf Arna nám í Tónlistarskóla FÍH og lauk þar Miðprófi í Jazz söng árið 2011. Í FÍH kynntist Arna Complete Vocal Technique að alvöru. Það fyrsta sem heillaði hana við þessa söngtækni var það að CVT er byggð á rannsóknum og vísindum sem snúast að röddinni og heilbrigði hennar. Hún sá einnig mikla möguleika í tækninni til að kenna fólki að læra heilbrigða raddbeitingu á skýran og skilvirkan hátt. Á sínum ferli sem söngkennari og raddþjálfi hefur Arna öðlast yfirgripsmikla þekkingu á kennslu tengdri röddinni þar sem hún hefur kennt söngvurum á öllum aldri og af öllum reynslustigum, frá algjörum byrjendum til atvinnusöngvara, sem og haldið námskeið í heilbrigðri raddbeitingu fyrir ýmsa aðila m.a. presta, kennara og þjálfara Dale Carnegie