Bjartmar Þórðarson
Söngkennari
Bjartmar Þórðarson er söngvari, leikari og leikstjóri með gríðarlega fjölbreytta reynslu, bæði á sviði sem og bakvið tjöldin. Hann lærði leiklist í Webber Douglas Academy of Dramatic Art í London, hefur leikið í fjölda sýninga hérlendis og hefur komið fram víða sem söngvari. Bjartmar hefur verið duglegur við að gefa út eigin tónlist undanfarið, gaf út fyrstu lögin af sólóplötunni Deliria á árinu 2017 og stefnir á frekari landvinninga í þeim efnum á komandi ári. Bjartmar hefur stundað nám í Complete Vocal tækni í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan sem viðurkenndur kennari í þeirri tækni árið 2020.