Jón Ingimundarson

Píanóleikari

Jón hefur spilað á ásláttarhljóðfæri síðan árið 1993 þegar hann hóf orgelnám 7 ára gamall. Það nám þróaðist skömmu síðar út í klassískt píanónám sem hann lagði stund á þangað til árið 2002 þegar menntaskólaaldri var náð.

Í menntaskóla spilaði Jón með samnemendum sínum við ýmis tækifæri, t.a.m. við leiksýningar og söngleiki. Eftir menntaskóla skráði hann sig í jazz-píanónám við Tónlistarskóla FÍH þar sem hann lærði hinar ýmsu tónlistarstefnur og afbrigði og útskrifaðist þaðan árið 2015. Skólaárið 2012-2013 tók hann sér hlé frá námi og kenndi píanóleik og söng við Grunn- og Tónskóla Hólmavíkur.

Jón hefur verið virkur í tónlistarlífinu og spilað í skírnum, árshátíðum, stórsveitum, rokkböndum, jazzböndum, kórum, sönghópum, giftingum, coverböndum o.fl. og undanfarið spilað undir hjá söngskóla Vocalist.