María Dalberg
Leiklistar og jógakennari
María Dalberg er menntuð leikkona og jógakennari. Hún lærði leiklist í Drama Centre London og útskrifaðist þaðan vorið 2008 og hefur síðan þá leikið bæði á sviði, sjónvarpi og kvikmyndum. Hún tók 6. stig á fiðlu í Tónlistarskólanum í Reykjavík og tók söngnámsskeið hjá Heru Björk í Complete Vocal Technique árið 2011. Þegar hún var í leiklistarnáminu kynntist hún Vinyasa jóga og hugleiðslutækni. Hún kolféll fyrir jóga og lauk kennaranámi í jóga vorið 2013 í Yoga Shala og hefur kennt fullorðnum og börnum jóga síðan þá. Árið 2019 bætti hún við sig kennararéttindum í Baptiste Power Yoga sem er kraftmikið jóga sem samanstendur af jógaæfingum, hugleiðlu og sjálfsvinnu. Hún tók kennararéttindi í Yoga Nidra eða jógasvefn sem hún lærði hjá Kamini Desai í Jógasetrinu árið 2019. Árið 2022 útskrifaðist hún svo með diplómu í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands.
María kennir börnum og fullorðnum jóga og leiklist í Vocalist og leggur áherslu á leikgleði, sköpun og vöxt hvers og eins. Hún notast við sögur og leiki til að miðla boðskap jógafræðanna og kenna jógastöður ásamt hugleiðslu.