Sindri Reyr Einarsson
Markaðsmál og myndbandagerð
Sindri hefur komið víða við á sínum ferli. Hann sleit barnskónum í videodeild Fíladelfíu kirkjunnar þar sem hann hefur verið frá árinu 1999-2020. Þar fékk hann mörg tækifæri til að spreyta sig meðal annars í uppsetningu myndstjórnar, lýsingu, tæknistjórn og upptökustjórn. Hann starfaði sem tæknistjóri hjá RUV í aðalstjórn 1999-2003, hjá Lindinni 2000-2007, sem tökumaður og klippari hjá Fasteignarsjónvarpinu árið 2005, dagskrárkynningar klippari hjá Skjá einum 2006 og sem verktaki hjá hinum ýmsu framleiðslufyrirtækjum 2007-2013. Sindri útskrifaðist sem Margmiðlunartæknir frá Borgarholtsskóla árið 2007. Sindri hefur tekið að sér margskonar verkefni í gegnum tíðina. Má þar nefna grafíkvinnslu, dagskrá klippingu, upptöku, ljósa lýsingu, tæknistjórn, gerð tónlistarmyndbanda, fjöl kameruvinnslu, íþróttaviðburði, auglýsingar, hljóðvinnslu, upptökustjórn í útsendingu, CCU keyrslu, skipulagningu á upptökum og keyrslu á krana. Árið 2014 til dagsins í dag hefur Sindri starfað hjá Stöð 2 sem umsjónarmaður ENG/EFP og er auk þess upptökumaður í dagskrágerð og fréttum. Sindri sér um myndatökur, auglýsingagerð og hönnun hjá Vocalist.