Kvennakór Vocalist hóf starfsemi sína haustið 2015 og hefur fjöldi kvenna verið á milli 15-30. Þetta er hress og skemmtilegur kór þar sem áherslan er lögð á létta tónlist svo sem dægurlög, popp, jazz og söngleikjatónlist.
Æfingarnar eru mjög skemmtilegar, gerðar eru skemmtilegar upphitunaræfingar fyrir líkama og rödd og síðan þjálfum við samhljóminn í hópnum og lærum raddirnar okkar. Kórstjórinn spilar inn raddirnar og deilir með kórkonum sem geta svo æft sig heima. Á vorönninni er vaninn að fara í æfingarbúðir úti á landi eina helgi og síðan eru haldnir tónleikar í apríl/maí.
Í kórastarfi eflist þú meðal annars í að:
- Syngja í hóp og finna samhljóm
- Auka hamingjuhormónin og minnkar streytuhormónin
- Heilbrigða raddbeitingu
- Þjálfa tóneyrað
- Þjálfa minnið og læra texta
- Koma fram á viðburðum og tónleikum
- Frábæran félagsskap og vináttu
Praktískar upplýsingar:
- Hvenær: Æfingar eru á þriðjudögum kl. 18:45-20:45
- Hvar: Í Víkurhvarfi 1
- Aldurstakmark: 30-65 ára
- Kórstjóri: Sólveig Unnur Ragnarsdóttir
- Raddprufa: Hafið samband á vocalist@vocalist.is til að skrá ykkur í raddprufu
- Prufuæfing: Nýir meðlimir eru velkomnir á eina prufuæfingu án endurgjalds. (eftir að hafa staðist raddprufu)
- Styrkur: Athugaðu hjá þínu stéttarfélagi hvort þú eigir rétt á styrk.
Raddprufur fara fram þriðjudaginn 5. september eftir kl. 18:00