Vocalist ætlar öðru hvoru í vetur að halda 2 klst. langa kynningarfundi þar farið verður í helstu grunnatriði í Complete Vocal Technique. Fundirnir eru ætlaðir fyrir þá sem eru að hefja nám í einkatímum hjá Vocalist, en einnig geta áhugasamir bókað sig einungis á kynningarfundinn ef þeir vilja kynna sér tæknina eða eru að hugsa um að bóka sig í einkatíma eða á námskeið síðar.
NÆSTI KYNNINGARFUNDUR VERÐUR HALDINN: Þriðjudaginn 14. maí kl. 18:00-20:00
Comlete Vocal Technique er orðin mjög vinsæl og ein útbreiddasta raddtæknin í Evrópu. Hún hentar fyrir alla söngstíla, klassík, popp, rokk, jazz osfrv. og er byggð á rannsóknum Cathrine Sadolin á röddinni. Hér má lesa sér til nánar um tæknina https://completevocal.institute/complete-vocal-technique/
Kennari verður Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, eigandi og kennari hjá Vocalist. Sólveig útskrifaðist með kennarapróf frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2005 en fór síðan í nám til Kaupmannahafnar við Complete Vocal Institute og útskifaðist þaðan sem viðurkenndur CVT kennari árið 2015. Hún hefur kennt söng frá árinu 2009, fyrst við Tónlistarskóla Vestmannaeyja og stofnaði síðan Vocalist árið 2014 og hefur kennt þar síðan. Einnig hefur hún komið að raddþjálfun kóra, sungið sjálf við ýmis tilefni og starfað við tónlistarkennslu í grunnskólum. Sólveig stundar nú BA nám í Sálfræði við Háskólann á Akureyri.
Staðsetning:
Víkurhvarf 1, 203 Kópavogur
Verð fyrir stakan kynningarfund: 14.900 kr.
Verð fyrir þá sem eru bókaðir í einkatíma: Kynningarfundurinn telur sem fyrsti einkatíminn.