Sólveig Unnur Ragnarsdóttir

Eigandi og söngkennari

Sólveig Unnur Ragnarsdóttir hefur kennt söng frá árinu 2009. Hún hóf sinn söngkennaraferil við Tónlistarskóla Vestmannaeyja og starfaði þar til ársins 2014. Þá flutti hún aftur til Reykjavíkur og stofnaði söngskólann Vocalist.

Sólveig byrjaði aðeins 5 ára að læra á hljóðfæri, fyrst fiðlu og síðar píanó, en hóf síðan söngnám við Söngskólann í Reykjavík árið 1996. Þar lauk hún einsöngvaraprófi í klassískum söng (DipABRSM) árið 2003 og söngkennaraprófi (DipLRSM) árið 2005. Árið 2012 hóf hún síðan 3. ára kennaranám í Complete Vocal Technique við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og er nú viðurkenndur kennari í þeirri tækni.

Sólveig hefur haldið fjölda söngtónleika og hefur reynslu af að syngja fjölbreytta stíla. Hún hefur sungið með hljómsveitum, við kirkjulegar athafnir og komið fram við ýmis tilefni. Sólveig stjórnar Kvennakórnum Sólir, sem starfræktur er undir hatti Vocalist, en einnig hefur hún verið fengin til að raddþjálfa fleiri kóra. Hún hefur einnig starfað sem tónmenntakennari fyrir Tóney frá árinu 2018. Í desember 2018 lauk Sólveig nám í Markþjálfun við Evolvia og býður einnig uppá einstaklings markþjálfun og námskeið því tengdu. Ásamt söngkennslunni stundar Sólveig nú BS nám í Sálfræði við Háskólann á Akureyri.