Þetta námskeið hentar öllum þeim sem vilja komast ennþá nær sýnum markmiðum í söngnum og hafa einhverja reynslu af CVT, annaðhvort á grunnnámskeiði/einkatímum hjá Vocalist eða annarstaðar. Námskeiðið er í 12 vikur og byggist upp á hóptímum einu sinni í viku og síðan verða haldnir tónleikar í lok námskeiðsins.
Á þessu námskeiðið er kafað enn dýpra í CVT, farið að vinna meira með raddeffekta og túlkunin tekin á annað plan. Gerðar eru enn meiri kröfur til söngvarans og honum ítt ennþá lengra í átt að sínum markmiðum. Hópkennsla hefur gefið mjög góðan árangur því þá eru allir að læra af hinum í leiðinni og einnig þjálfa sig í að syngja fyrir framan aðra. Síðan myndast oft góð stemmning og samkennd í hópnum og fær einstaklingurinn mikla hvatningu frá hinum þátttakendunum.
CVT er mjög góð tækni sem hentar fyrir alla söngstíla, alveg frá óperusöng til þungarokks. Píanóleikari verður til staðar hluta námskeiðsins. Hámarksfjöldi í hóp er 9 og lágmarksaldur er 18 ár.
Það sem söngvarinn lærir er meðal annars:
- Enn ítarlegri upplýsingar um Complete Vocal Technique (CVT)
- Kynnast röddinni sinni betur og möguleikum hennar
- Raddeffektar
- Breiðara raddsvið og/eða raddstyrkur
- Ráð við ýmsum raddvandamálum svo sem hæsi, þreytu, spennu osfrv.
- Túlkun, tjáning og framkoma
- Verkfærakistu til að takast á við sviðsskrekk
- Framkoma á tónleikum
Praktísk atriði:
- Hvenær: Mánudagar kl. 18:00
- Hvar: Víkurhvarf 1
- Verð: 125.910 kr. (10% afmælis afsláttur gildir af öllum námskeiðum í tilefni af 10 ára afmæli Vocalist)
- Staðfestingargjald: 20% af heildarverði og er óafturkræft. Ef afbókun berst áður en að námskeiðið hefst er mismunurinn endurgreiddur. Eftir að námskeið hefst fást skólagjöld ekki endurgreidd.
- Greiðslumöguleikar: Hægt er að greiða með korti eða Netgíró og er þar hægt að skipta greiðslum.
- Kennarar: Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, Arna Rún Ómarsdóttir og Bjartmar Þórðarson
- Styrkir: Athugaðu hjá þínu stéttarfélagi hvort þú eigir rétt á styrk
- Hámarksfjöldi í hóp: 9 manns
- Aldurstakmark: 18 ára og eldri
NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 16. SEPTEMBER 2024