Sunnudaginn 20. nóvember stendur Vocalist fyrir kynningu á söngtækninni Complete Vocal Technique og Masterclass í kjölfarið.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja fá að kynnast tækninni og eigin rödd og hentar fyrir söngvara á öllum stigum, áhugasöngvara, kórsöngvara, atvinnusöngvara, leikara og alla þá sem þurfa að nota röddina mikið, bæði í söng og tali.
Bæði er hægt að velja að koma á kynninguna og vera síðan áhorfandi á masterclassnum, en einnig er hægt að vera virkur og vinna í einu lagi með kennara.
Dagskráin lítur svona út:
Kl. 13:00 -15:00 = Kynning á tækninni CVT – fyrirlestur og æfingar gerðar í hóp.
Kl. 15:20 – 17:00/18:00 (fer eftir þátttöku) = Masterclass
Comlete Vocal Technique er orðin mjög vinsæl og ein útbreiddasta raddtæknin í Evrópu. Hún hentar fyrir alla söngstíla, klassík, popp, rokk, jazz osfrv. og er byggð á rannsóknum Cathrine Sadolin á röddinni. Hér má lesa sér til nánar um tæknina https://completevocal.institute/complete-vocal-technique/
Kennari verður Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, eigandi og kennari hjá Vocalist. Sólveig útskrifaðist með kennarapróf frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2005 en fór síðan í nám til Kaupmannahafnar við Complete Vocal Institute og útskifaðist þaðan sem viðurkenndur CVT kennari árið 2015. Hún hefur kennt söng frá árinu 2009, fyrst við Tónlistarskóla Vestmannaeyja og stofnaði síðan Vocalist árið 2014 og hefur kennt þar síðan. Einnig hefur hún komið að raddþjálfun kóra, sungið sjálf við ýmis tilefni og starfað við tónlistarkennslu í grunnskólum.
Staðsetning:
Safnaðarheimili Laugarneskirkju
Verð:
Kynning + áhorfandi á Masterclass kr. 11.500
Kynning + virkur á Masterclass kr. 19.500
Ath. hámarksfjöldi virkra söngvara er 8 manns.