Söngsmiðja fyrir 8-12 ára – Helgarnámskeið

Skemmtilegt og uppbyggjandi söngsmiðja fyrir 8-12 ára þar sem markmiðið er að hver einstaklingur fái að blómstra og vaxa í gegnum röddina. Einnig er mikil áhersla lögð á að vinna með að auka sjálfstraustið hjá börnunum í gegnum leiklist og skapandi leiki.

Næsta námskeið verður haldið 3. og 4. febrúar 2024

kr.24.900

Skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið fyrir 8-12 ára þar sem tvinnast saman söngur, leiklist og sjálfsstyrking. Markmiðið með námskeiðinu er að hver einstaklingur fái að blómstra og vaxa í gegnum söng og leiklist og er mikil áhersla lögð á að byggja upp sjálfstraustið og virkja vaxandi hugarfar og núvitund. Tekið verður fyrir ákveðið þema á hverju námskeiði sem verður í aðalhlutverki í lagavalinu, en hver og einn þátttakandi velur sér eitt lag til að vinna með.  Í lok námskeiðs eru síðan aðstandendur velkomnir að koma og hlusta á afraksturinn og hvert og eitt barn fær að syngja eitt lag fyrir áhorfendur. Námskeiðið verður haldið eina helgi í hverjum mánuði og alltaf valið nýtt þema fyrir hvert námskeið þannig að hægt verður að koma aftur og aftur.

Þema fyrir námskeiðið 3. og 4. febrúar 2024 verður: LÖG ÚR TEIKNIMYNDUM

Það sem þátttakandinn lærir meðal annars á námskeiðinu er:

  • Kynnast röddinni sinni betur og möguleikum hennar
  • Breiðara raddsvið og/eða raddstyrkur
  • Túlkun, tjáning og framkoma
  • Textaskilningur
  • Syngja saman í kór
  • Verkfærakistu til að takast á við sviðsskrekk t.d. öndunaræfingar
  • Leiklistarspuna
  • Að syngja í míkrafón

Námskeiðið er tilvalið fyrir öll börn sem vilja efla sig í söng og finna meiri hugarró, hugrekki og sjálfstraust; og umfram allt tilbúin að hafa gaman.

Hvenær: Næsta námskeið: 3. og 4. febrúar 2024, kl. 10-13 á laugardegi og 10-14 á sunnudegi (foreldrar velkomnir frá kl. 13-14)
Hvar: Víkurhvarf 1
Verð: 24.900 (snemmskráningarafsláttur 10% gildir til 31.12.2023)
Hámarksfjöldi í hóp: 12
Kennarar: Sólveig Unnur Ragnarsdóttir og María Dalberg

Related Products

Sale!

Original price was: kr.74.900.Current price is: kr.67.410.

Sale!

Original price was: kr.139.900.Current price is: kr.125.910.