Hér finna allir eitthvað fyrir sína rödd!

Við tökum vel á móti þér og hjálpum þér að komast nær þínum markmiðum.

VELKOMIN Í VOCALIST

Hjá söngskólanum Vocalist er leitast við að draga það besta fram úr hverri rödd og að einstaklingurinn nái sem mestum persónulegum árangri. Söngnámið ætti að henta öllum því námið er mjög einstaklingsmiðað. Mikið er lagt upp úr að efla sjálfstraust og öryggi bæði hjá börnum og fullorðnum og eru námskeiðin sett upp með það í huga. Kenndir eru allir söngstílar, allt frá klassík til þungarokks og hentar námið bæði byrjendum og lengra komnum söngvurum.
Söngkennslan byggist upp á tækninni Complete Vocal Technique sem er orðin ein útbreiddasta raddtækni í Evrópu í dag.
Hér má kynna sér nánar CVT.

Söngskólinn Vocalist hefur verið starfræktur síðan haustið 2014 og var stofnað af Sólveigu Unni Ragnarsdóttur. Í fyrstu hafði skólinn aðsetur að Laugarvegi 178 og síðar í Síðumúla 8, en um haustið 2023 flutti hann í Víkurhvarfi 1 í Kópavogi og fer starfsemin að mestu leiti fram þar.

Við hlökkum til að taka vel á móti þér og hjálpa þér að komast nær þínum markmiðum.

KENNARAR OG STARFSFÓLK

Hjá Söngskólanum Vocalist starfa einungis faglegir og metnaðarfullir kennarar sem allir eru sérfræðingar á sínu sviði. Þeir kennarar sem kenna einkatíma og fullorðins námskeið eru viðurkenndir kennarar í Complete Vocal Technique og menntaðir frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Kenarar á námskeiðum unga fólksins eru einnig allir með mikla reynslu í kennslu barna og ungmenna í söng og/eða leiklist.

HAFA SAMBAND

KYNNINGARMYNDBÖND VOCALIST